Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi  VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]

Það koma góðar gusur

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til Vestmannaeyja síðdegis í gær með fullfermi og systurskipið Vestmannaey VE kom þangað sl. nótt sömuleiðis með fullfermi. Í morgun ræddi heimasíða Síldarvinnslunnar stuttlega við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey. Jón sagði að vel hefði gengið að veiða í blíðskaparveðri. „Við vorum mest á […]

Gangurinn í sjávarútvegi framar vonum

Eins og títt kom fram í fréttum á Radarnum á árinu 2020, þá fór sjávarútvegur ekki varhluta af ástandinu í heimsbúskapnum vegna COVID-19 og tilheyrandi sóttvarnaraðgerða. Í heildina litið var ástandið þó bærilegra en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Í því samhengi hefur það vissulega áhrif að fólk þarf að borða, sama hvernig allt í veröldinni […]

Útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 550 milljónir í veiðigjald

Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020.  Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna.  Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár:  Ár  Upphæð álagðs veiðigjalds  2020    4,8 milljarðar króna  2019    6,6 milljarðar króna  2018  11,3 milljarðar króna   Gjaldendur Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934.  Þeir voru […]

Heildarafli árið 2020 var rúm ein milljón tonn

Heildarafli ársins 2020 var 1.021 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru á vef Hagstofu Íslands sem er 3% minna en árið 2019. Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 244 þúsund tonn, makríll 152 þúsund tonn og síld 134 þúsund tonn. Engin loðna veiddist árin 2019 og 2020. Botnfiskafli árið 2020 var […]

Talsverður samdráttur í útflutningi

20200409 114314

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 247 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. Það er rétt rúmlega 1% aukning frá sama tímabili árið 2019 í krónum talið. Áhrifin af gengisveikingu krónunnar á síðasta ári eru töluverð og mælist tæplega 9% samdráttur á milli ára sé tekið tillit til […]

Fiskveiðiárið 2019/2020

Fiskveiðiárið 2019/2020 verður seint talið mikið aflaár í íslenskum sjávarútvegi. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam rúmlega  einni milljón og tíu þúsund tonnum. Mestu munar þar um aflabrestinn í loðnu annað árið í röð. Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um fiskveiðiárið. Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári […]

Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland undirritaður

Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu í gær bráðabirgðafríverslunarsamning sem tryggir óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Samningurinn mun taka gildi um áramót þegar aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir fagnaðarefni að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn sem undirritaður var í Lundúnum í gær byggist á […]

Ríflega 9% samdráttur í sjávarafurðum

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru á fimmtudag, er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 224 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins. Það er nánast á pari við útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu 10 mánuðum ársins í fyrra í krónum talið. Áhrifin af gengisveikingu krónunnar eru þó töluverð og mælist rúmlega 9% samdráttur á milli […]

Mesta lækkun í rúman áratug

Verð á sjávarafurðum lækkaði um rúm 1,4% í erlendri mynt í október frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Greint er frá þessu á vef SFS. Miðað við október í fyrra hefur verð á sjávarafurðum lækkað um 7,5% í erlendri mynt. Á þann kvarða hefur lækkunin ekki verið meiri í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.