Strákarnir voru að koma úr hádegismat og �?órarinn Ingi Valdimarsson, eða Tóti eins og hann er stundum kallaður, kíkti aðeins á okkur hérna á ritstjórninni. Tóti var ekki í hópnum í síðasta leik enda missti hann ,,óvart” af æfingu um daginn. Hann er hins vegar kominn aftur inn og verður í byrjunarliðinu í kvöld í vinstri bakverði. Tóta líst vel á að keppa í kvöld.
,,�?etta verður hörkuleikur og skemmtilegur. �?að eru frábærar aðstæður hér í dag og verður gaman að keppa á móti Stjörnunni. Við vitum að þeir hafa verið góðir uppá síðkastið, þeir hafa unnið núna tvo leiki í röð þannig að það er mikið sjálfstraust í þeirra herbúðum, rétt eins og er hjá okkur enda erum við enn taplausir.”
Hvernig verður leikurinn lagður upp og hvað þurfiði helst að varast?
,,�?að er bara þetta sama, berjast eins og menn og reyna að sækja hratt. Við þurfum að varast mjög hraðann þeirra, þeir eru mjög hraðir sóknarlega og við verðum að reyna að stoppa það. Guðjón Baldvins er hættulegur þarna frammi og við munum láta hann finna til tevatnsins.”
Hvernig fer leikurinn?
,,�?etta dettur okkar megin, 2-0. Bjarni Hólm skorar með skalla og Atli setur eitt eftir frábæra sendingu frá mér,” sagði Tóti að endingu og fór svo beint í símann og hringdi í sjúkraþjálfarann sem ætlar að mixa hann fyrir leikinn.
Tekið af: www.ibv.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst