Taka út vinnutímastyttingu í heilum dögum

Stytting vinnuvikunnar og kjaramál voru á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku. Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni.
Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum heilum dögum skv. samkomulagi við stjórnanda.

Bæjarráð samþykkti í niðurstöðu sinni um málið umræddar óskir um að lágmarksstyttingu verði safnað upp í heila daga sem verða allt að sex dagar á ári. Styttingin verði þá tekin út í samráði við stjórnanda enda leiði það hvorki til kostnaðarauka né þjónustuskerðingar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.