Kæru vinir. Nú er sumarið senn á enda og haustið að taka við. Þetta verður því annar vetur Vöruhússins og við erum ótrúlega spennt að taka á móti öllum okkar gestum áfram í vetur með fjölbreytt úrval af spennandi réttum og ljúffengum drykkjum.
Við viljum vekja athygli á allri okkar þjónustu en Vöruhúsið býður ekki einungis upp á mat í sal heldur hefur einnig verið mjög vinsælt að sækja matinn til okkar í gegnum útisvæðið okkar. Að auki bjóðum við upp á heimsendan mat eftir kl. 17 á daginn, það nýtist mörgum vel.
Í vetur munum við halda áfram okkar alhliða þjónustu, vikulegum tilboðum sem við birtum nær daglega á miðlunum okkar ásamt sérréttaseðlum og drykkjum um helgar.
Við viljum því hvetja allt heimafólk til að taka þátt með okkur áfram líkt og síðasta vetur. Við munum auglýsa ýmsar nýjungar á næstu vikum og mánuðum svo fylgist spennt með okkur á öllum helstu samfélagsmiðlum undir “Voruhusidrestaurant”.
Það styttist í að við kynnum næstu nýjung sem við vonumst til að lukkist vel en fastir liðir í vetur verða auðvitað brunchinn okkar ljúfi, Jólaþorp Vöruhússins ásamt óvæntum uppákomum fyrir alla fjölskylduna.
Takk fyrir allan meðbyrinn, hlýjuna og ábendingarnar. Það er ekkert Vöruhús án ykkar. Sjáumst í Vöruhúsinu allt árið um kring, segir í tilkynningu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst