Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt. Við erum ekki fjölmenn þjóð og við eigum að láta okkur hvert annað varða. Hver og einn einstaklingur skiptir miklu máli.