Bæjarráð og bæjarstjóri Vestmannaeyja funduðu á föstudag með starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem hugmyndir stofnunarinnar um gjaldskrá og ferðaáætlun Herjólfs í Landeyjahöfn voru kynntar. Málið er enn á vinnslustigi og því ekki hægt að greina nánar frá efni fundarins. Að honum loknum hélt bæjarráð og bæjarstjóri inn í Samgönguráðuneytið til funda við Kristján L. Möller, ráðherra og embættismanna ráðuneytisins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir talsverðan mun á hugmyndum ráðuneytisins og heimamanna varðandi gjaldskrá og ferðatíðni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst