Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni.
Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og Diablo-borgarann, en nú bætast við fjórir spennandi nýir réttir. Verðskráin helst óbreytt frá síðasta sumri.
Vert er að nefna að Tanginn fagnar 10 ára afmæli á þessu ári, og að sögn Hafdísar Kristjánsdóttur, eiganda staðarins, verður boðið upp á glæsileg afmælistilboð alla fimmtudaga til sunnudaga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst