Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0.
Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daníel Hafsteinssyni. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings fékk svo að líta rauða spjaldið skömmu síðar fyrir brot. Þrátt fyrir að Eyjamenn væru meira með boltann eftir þetta tókst þeim ekki að jafna. Þess í stað tvöfölduðu heimamenn forystuna á 79. mínútu þegar Gunnar Vatnhamar skoraði. Lokatölur í Víkinni 2-0.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst