Mikill viðbúnaður er nú við Reynisfjöru þar sem leitað er að manneskju sem fór í sjóinn. Tilkynning um að manneskja hefði líklega farið í sjóinn barst rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út, sem og Björgunarfélag Vestmannaeyja, þyrla Landhelgisgæslunnar og fleiri viðbragðsaðilar úr Reykjavík.
Útsýnisbáturinn Teista fór frá Vestmannaeyjum til að aðstoða við leitina með sex meðlimi úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja, þetta staðfesti Arnór Arnórsson í samtali við Eyjafréttir. Teista er í eigu Ribsafari ehf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst