Tekist á um tjaldsvæði
27. janúar, 2020
Tjaldbúar á Þjóðhátíð

Á fundi í bæjarstjórn síðasta fimmtudag lá fyrir til umræðu og staðfestingar skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð en Eyjafréttir hafa áður fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar er hlynntur því að skoða að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Tekið verði upp samtal við ÍBV íþróttafélag um málið og gerð verði tilraun með tjöldun á vellinum í sumar. Meirihluti bæjarstjórnar tekur undir með umhverfis- og skipulagsráði og telur mikilvægt að ekkert verði aðhafst fyrr en eftir að stóru fótboltamótin eru yfirstaðin sumarið 2020. Lagt er til að ástand á Þórsvelli verði metið eftir Þjóðhátíð 2020. Að mati loknu verður tekin ákvörðun um framhaldið í samvinnu við ÍBV Íþróttafélag, þar sem skoða verður hvort hægt verði að hafa tjaldstæðin á vellinum og nýta völlinn áfram.

Bera vott um úræðaleysi

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja það bera vott um úrræðaleysi og virðingarleysi meirihluta H- og E-lista gagnvart fjármunum sveitarfélagsins að þar sem þörf er á nýju tjaldsvæði í um 7 daga á ári yfir þjóðhátíð sé það virkilega tillaga meirihluta nefndarinnar að sveitarfélagið þurfi að ráðast í að fjölga knattspyrnuvöllum. Sé það einskær vilji meirihlutans að fjölga knattspyrnuvöllum í sveitarfélaginu ættu kjörnir fulltrúar að hafa kjark í að slá því föstu fram en ekki nota það sem átyllu vegna skorts á landsvæði undir tjöldun á þjóðhátíð.“

Bókun frá Hildi Sólveigi Sigurðardóttur og Eyþóri Harðarsyni segir en fremur. „Undirrituð telja eðlilegt að láta reyna á tjöldun á Þórsvelli yfir verslunarmannahelgi ef Áshamarsreiturinn verður ekki lengur valmöguleiki vegna framkvæmda. Með öflugu skipulagi og vandlegri hreinsun á vellinum að þjóðhátíð lokinni ætti völlurinn að ná sér fljótt aftur til knattspyrnuiðkunar. Skipuleggjendur hátíðarinnar, sem er ÍBV Íþróttafélag, geta ekki frekar en aðrir bæjarbúar skorast undan því að sýna ábyrgð og þolinmæði gagnvart gríðarlegum fjölda gesta á umræddri helgi og gera allt til að leysa tjaldmál hátíðarinnar á sem bestan og hagkvæmastan hátt fyrir bæjarbúa.“

Ekki að leggja til að byggja nýjan grasvöll

Meirihlutinn svaraði með bókun. „Það er mikill misskilningur að meirihluti sé að leggja til að byggja nýjan grasvöll vegna sjö daga tjöldun. Enda er vinna, umræða og samtal allt eftir. Um er að ræða að gera tilraun með tjöldun á Þórsvellinum. Mikilvægt er að vinna þetta mál í sátt og samlyndi við alla hagsmunaaðila.“

Vilja skýrari fundargerðir

Í umræddri fundargerð hópsins stendur “Ef nýta á þórsvöllinn þarf augljóslega að bæta við knattspyrnuvelli”. Það væri þá gott ef að niðurstöður fundargerðir væru skýrari ef þetta er ekki vilji meirihluta.

Samþykkt 4-3

Skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. Trausti Hjaltason gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun. Ég tel óboðlegt að leyfa tjöldun á Þórsvellinum og leggst því gegn slíkum hugmyndum.

Óboðlegt að leggja til óbreytt ófremdarástand

Njáll Ragnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun. Það er ákaflega sérstakt að sjálfstæðismenn leggja það til að áfram verði tjaldað á Áshamarssvæðinu þrátt fyrir gríðarlega óánægju íbúa í hverfinu við tjöldun á því svæði. Eftir allt sem á undan er gengið er óboðlegt að leggja til það óbreytta ófremdarástand.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst