„Þá gefast menn upp og hætta“

„Héraðsmiðlar á Íslandi hafa mikl­ar áhyggj­ur af rekstr­in­um og skora nú á stjórn­völd að skipa starfs­hóp til að fara yfir stöðu miðlanna. Eyja­f­rétt­ir, fjöl­miðill frá Vest­mann­eyj­um, héldu á sunnu­dag­inn ráðstefnu til að vekja at­hygli á veikri stöðu lands­byggðarblaða. Fjöl­miðlarn­ir eru nú sum­ir í sam­starfsum­ræðum, að sögn Ómars Garðars­son­ar og Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, en á sunnu­dag­inn var sam­ein­ing fjöl­miðlanna Eyja­f­rétta og Eyj­ar.net einnig fagnað. Sami víta­hring­ur virðist vera al­geng­ur meðal héraðsfjöl­miðla miðað við frá­sagn­ir nokk­urra rit­stjóra. Fjöl­miðlamenn­irn­ir segja miðla sína fá lítið fjár­magn og litl­ar tekj­ur, sem veiki stöðu þeirra og geri þeim erfiðara fyr­ir að ráða og halda góðu starfs­fólki,“ segir í umfjöllun mbl.is um ráðstefnu sem Eyjafréttir stóð fyrir um stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni 7. júlí sl. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var meðal fyrirlesara·

Umfjöllunin í heild:

Skoða sam­vinnu milli fjöl­miðlanna

„Gunn­ar Gunn­ars­son, rit­stjóri Aust­ur­frétt­ar, seg­ir rekst­ur héraðsfréttamiðla vera á þol­mörk­um. Rit­stjór­inn seg­ir ástandið gera það að verk­um að fá­mennu og und­ir­fjármögnuðu fjöl­miðlarn­ir kjósi frek­ar að skrifa auðveld­ari frétt­ir til þess að spara tíma. Skapti Hall­gríms­son, rit­stjóri Ak­ur­eyri.net, seg­ir aft­ur á móti að fjöl­miðlarekst­ur­inn gangi vel en lít­il fjár­mögn­un­in og fá­menn­ur mann­skap­ur­inn geri það að verk­um að ein­hverj­ar frétt­ir séu ekki tekn­ar fyr­ir. „Við erum að skoða okk­ar sam­vinnu og við erum að biðja um hjálp eða hvatn­ingu við hana með áskor­un til ráðherra að skipa starfs­hóp,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is en for­svars­fólk héraðsfréttamiðla, þar á meðal Gunn­ar og Ómar, sendu Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, vilja­yf­ir­lýs­ingu til sam­starfs og áskor­un til ráðherr­ans um dag­inn.

Þarfn­ast aðgerða

Ráðherr­ann mætti á ráðstefn­una og var einn fyr­ir­les­ar­anna en Gunn­ar seg­ir sam­talið við hana hafa verið gott. Gunn­ar seg­ir ráðstefn­una hafa verið góða en að það sem skipt­ir í raun mestu máli séu aðgerðir. Þá nefn­ir hann sam­starf héraðsfjöl­miðla, ásamt stuðningi frá sveit­ar­fé­lög­um og rík­inu sem mik­il­væga þætti. Hann seg­ir þau hafi sloppið við að fækka starfs­fólki en þau hafi alltaf haft tvo blaðamenn sem skrifa 12 blaðsíðna blað á viku, en Gunn­ar bæt­ir við að það sé mjög mik­il­vægt að halda í starfs­fólk þar sem lang­tíma þekk­ing í þess­ari stétt sé mjög mik­il­væg.

Ráðstefna var haldin um helgina til að vekja athygli á …
Ráðstefna var hald­in um helg­ina til að vekja at­hygli á veikri stöðu héraðsfjöl­miðla á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þá gef­ast menn upp og hætta þessu“

Að hans sögn hafa héraðsfjöl­miðlarn­ir verið rekn­ir á næst­um því eng­um pen­ing síðustu ár og nefn­ir að fjöl­miðill­inn Eystra­horn frá Höfn í Hornafirði hvarf síðustu ára­mót vegna þess. „Ég þakka það sem vel er gert,“ seg­ir Gunn­ar um fjöl­miðlastyrki en hann seg­ir þá hafa skipt þau máli og hafa haldið miðli sín­um á floti. Þó þurfi betri fyr­ir­sjána­leika. Hann seg­ir þau þurfa að vita fram­haldið en að ef styrk­ur­inn sem þau fá núna hverf­ur um ára­mót­in þá muni vera hrun í héraðsfjöl­miðlum á Íslandi. „Þá gef­ast menn upp og hætta þessu á meðan þeir geta labbað út sæmi­lega bein­ir.“

Ómar Garðars­son, rit­stjóri Eyja­f­rétta, seg­ir einnig rík­is­styrki þurfa að vera fyr­ir­sjá­an­legri, í fast­ari skorðum og opn­ari.  Hann seg­ir aug­lýs­inga­tekj­ur héraðsfjöl­miðla hafa minnkað und­an­farið en áskrif­end­um ekki fjölgað.

Héraðsfjöl­miðlar ómet­an­leg­ir

Gunn­ar seg­ir héraðsmiðla vera ómet­an­lega, þar sem þeir fjalla um það sem lands­fjöl­miðlar ná ekki að fjalla um. Einnig seg­ir hann fjöl­miðla al­mennt mjög mik­il­væga, því í lönd­um þar sem fjöl­miðlar eru virk­ir sé meiri lýðræðisþátt­taka og minni spill­ing. Lang­flest­ar frétt­ir Eyja­f­rétta tengj­ast Vest­manna­eyj­um á ein­hvern hátt en Ómar seg­ir það mik­il­vægt að hafa héraðsfjöl­miðla til þess að hægt sé að miðla upp­lýs­ing­um um það sem sé að ger­ast á land­inu öllu.

Styrk­ir gætu fal­ist í tækninýj­ung­um

Hann bæt­ir við að styrk­ir þurfi ekki bara að vera í pen­ing­um, eins og Lilja Dögg nefndi í er­indi sínu á ráðstefn­unni, held­ur gætu þeir fal­ist í tækninýj­ung­um. Ómar seg­ir Lilju hafa þekkt málið og sýnt því áhuga en að ráðstefn­una hafa gengið ótrú­lega vel. „[Það var] góð mæt­ing á ráðstefn­una og að fá þetta öfl­uga fólk finnst mér vera góð viður­kenn­ing fyr­ir þau störf sem eru unn­in á héraðsfréttamiðlum,“ seg­ir Ómar í við mbl.is. „Það kem­ur frá fólki að það tel­ur þá ekki bara eiga rétt á sér, held­ur vera nauðsyn­lega í fjöl­miðlaflóru lands­ins,“ bæt­ir hann við.

Vef­ur­inn heim­sótt­ur 17.000 sinn­um

Skapti hjá Ak­ur­eyri.net seg­ir allt ganga frem­ur vel hjá þeim en er þó sam­mála öðrum rit­stjór­um um að vanti fjár­magn. Hann minn­ist á að ótrú­legt sé að vef­ur hans var til dæm­is heim­sótt­ur rúm­lega 17.000 sinn­um í gær þar sem hann birt­ir aðeins frétt­ir fyr­ir 20.000 manna bæj­ar­fé­lag en hann seg­ir marga hafa áhuga á Ak­ur­eyri. 

Miðill­inn skrifi níu eða tíu frétt­ir á dag en Skapti seg­ist þó vilja skrifa enn fleiri. En til þess vant­ar mann­skap. Og til þess að fá mann­skap þarf fjár­magn, seg­ir hann. „Það skort­ir ekki efni, þrátt fyr­ir allt, þá er það sem mig vant­ar bara enn þá meiri hend­ur því metnaður­inn er svo mik­ill,“ seg­ir Skapti í og bæt­ir við að sam­hliða því myndi hann vanta aukið fjár­magn. Aðspurður seg­ir hann héraðsfjöl­miðla skipta gríðarlegu máli. „Mér finnst sam­fé­lagið eiga skilið svona miðil.”

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.