Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland
19. desember, 2025
- Það hlýtur að vekja alvarlegar spurningar um vinnubrögð og forgangsröðun í utanríkismálum. segir Karl Gauti.

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning  án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. Var hann fyrstur þingmanna til að hefja máls á samningnum.

Hann minnti á að ráðherrann hefði daginn áður sagt að hún stæði vörð um hagsmuni Íslands. „En hlutdeild Íslands í makríl fer úr 16,5% niður í 10,5%. Þetta er lækkun um sex prósentustig. Er þetta hagsmunagæsla fyrir Ísland? Við höfum veitt makríl í yfir tvo áratugi og þetta er árangurinn sem við fáum í hendur. Það hlýtur að vekja alvarlegar spurningar um vinnubrögð og forgangsröðun í utanríkismálum,“ sagði Karl Gauti og uppskar framíköll frá utanríkisráðherra sem sakaði hann um að fara rangt með.

Karl Gauti tók aftur til máls og lýsti verulegum áhyggjum af hagsmunagæslu Íslands í þessu máli. „Ekki síst vegna þess að Evrópusambandið og Grænland eru ekki aðilar að samningnum. Það getur þýtt allt að 100 þúsund tonna veiði umfram þá ráðgjöf sem miðað er við. Þá verður ráðgjöfin einfaldlega í lausu lofti.

Ég hef einnig áhyggjur, ekki aðeins af minnkandi heildarafla okkar og minnkandi hlutdeild, heldur líka vegna ákvæðis í samningnum um að tveir þriðju hlutar af afla Íslands innan norskrar lögsögu skuli landað í Noregi og seldir til Norska síldarsamlagins sem er einokunarsamlag og þessi fiskur kemur ekki til vinnslu á Íslandi. Þetta hefur augljósar og alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska sjávarútveginn og vinnsluna hér heima.“

Í sinni þriðju ræðu daginn eftir var Karl Gauti enn á sömu nótum og velti upp á hvaða vegferð hagsmunagæsla Íslands í utanríkismálum sé? „Hæstvirtur utanríkisráðherra fer erlendis og skrifar undir samning án þess að tala við kóng eða prest. Í mörg ár hefur verið reynt að ná samningum um makrílinn og allt í einu er bara skrifað undir. Og hvernig er samningurinn? Hann nær ekki einu sinni til allra hlutaðeigandi aðila,“ sagði Karl Gauti og lýsti enn og aftur yfir áhyggjum af norska ákvæðinu.

„Hvar er hagsmunagæslan?“ spurði Karl Gauti og beindi orðum sínum til utanríksiráðherra sem hafði daginn áður sakað hann um að fara rangt með. Tveir þriðju hlutar afla Íslendinga í norskri lögsögu á að fara á uppboð samkvæmt samningnum. Verður makríllinn þar af leiðandi unnin þar. Því hefur utanríkisráðherra ekki mótmælt eftir því sem næst verður komist. „Ef þetta er rétt, þá er þetta grafalvarlegt mál fyrir íslenska vinnslu. Þessi fiskur verður þá ekki unninn á Íslandi, heldur seldur og unninn í Noregi,“ sagði Karl Gauti að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.