Þakkar þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti á fundi bæjarráðs í síðustu viku um samþykkt borgarráðs Reykjavíkur við erindi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur á menningarnótt Reykjavíkur 2023, í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Hátíðin er jafnan haldin fyrsta laugardag eftir 15. ágúst, en þann dag 1876 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi.
Í niðurstöðu um málið kemur fram að bæjarráð þiggur boðið og þakkar borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur af þessu tilefni. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að fylgja boðinu eftir við borgarráð Reykjavíkur.

Vestmannaeyjabær heiðursgestir á menningarnótt 2023.pdf

Nýjustu fréttir

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.