Í gær opnaði sýningin, Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár. Kári Bjarnason opnaði sýninguna, Guðni Friðrik Gunnarsson hjálpaði til við undirbúning og sagði við opnunina í gær sýninguna uppistöðuna í sýningunni vera Átthagasafn Guðmundar Ingimundarsonar, sem hann og kona hans Jóhanna M. Guðjónsdóttir frá Hlíðardal færðu bænum að gjöf sumarið 1991 að lokinni Norrænni frímerkjasýningu í Reykjavík.
Jafnframt eru sýnd ljósrit úr safni Indriða Pálssonar, þar á meðal af elstu þekktu stimplun á frímerki í Vestmannaeyjum. Um er að ræða skildingamerki frá 1873 til 1876. Þá verður einnig sýnt yfirlit yfir þau frímerki sem vestmannaeyskir listamenn hafa unnið til útgáfu, eftir þá Ástþór Jóhannsson, Hlyn Ólafsson og Jóa Listó.
Hlynur Ólafsson, eyjamaður og hönnuður frímerkisins sagði í gær að þegar ákveðið var að hann fengi að hanna frímerki fyrir 100 ára afmæli bæjarins hafi farið í gang í gang vinna sem kostaði margar prufur og þrjár ferðir til Vestmannaeyja til að taka myndir og til þess að ná réttu myndinni, sem honum finnst að sýni bæinn á hógværan en samt fallegan hátt þar sem bærinn kúrir í sínu stæði.
Hlynur fékk svo Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra til þess að afhjúpa frímerkið með sér.
Sýningin er opin í dag föstudag kl. 10-18 og laugardag og sunnudag kl. 13-16.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst