Hornamaður knái, Theodór Sigurbjörnsson skrifaði í dag á veitingastaðnum Einsa Kalda undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Theodór hefur verið mikilvægur partur af liði ÍBV undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur, en hann er einn af lykilmönnum liðsins og átti stóran þátt í því þegar liðið tryggði sér íslands- og bikarmeistara titlanna. Theodór var markahæsti leikmaður ÍBV á síðastliðnu tímabili en hann skoraði 162 mörk fyrir liðið, aðeins einn leikmaður skoraði meira í Olísdeildinni en Theodór og eru það frábærar fréttir fyrir ÍBV að halda þessum öfluga leikmanni í eitt ár til viðbótar. Theodór hefur spilað allan sinn feril hjá ÍBV en hann á framtíðina fyrir sér í handboltanum.
Samningurinn var undirritaður á veitingastaðnum Einsa Kalda en handknattleiksdeild ÍBV vill þakka Einari Birni og fjölskyldu hans innilega fyrir samstarfið í vetur.