�?okkalegt gengi hjá kaupmönnum yfir jólin
13. janúar, 2017
Í óformlegri könnun Eyjafrétta á gengi verslana í Vestmannaeyjum yfir jólin virðist sem það hafi verið nokkuð misjafnt. Töluverður fjöldi fólks hélt af landi brott yfir hátíðarnar og ferðaðist suður á bóginn til Tenerife og annarra ákjósanlegra áfangastaða til að kasta mæðinni og er óhætt að segja að það kunni að hafa einhver áhrif á heildarmyndina. Að sama skapi sigldi Herjólfur í Landeyjahöfn lengur en undanfarin ár og því ekki ósennilegt að einhverjir hafi gert jólainnkaupin í Reykjavík.
Slæmt veður setti síðan strik í reikninginn á �?orláksmessu sem almennt er talinn vinsælasti dagurinn til að versla jólagjafir, hvort sem það skrifast á seinagang eða eitthvað annað. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsdeild Póstsins var aukning skráðra sendinga í Vestmannaeyjum heil 22% miðað við árið á undan sem þýðir að fólk var að nýta sér vefverslanir í auknum mæli.
Ekki sú besta
Aðspurð sagði Bertha Johansen eigandi Sölku að salan hjá henni um jólin hafi ekki verið sú besta síðan hún opnaði en alls ekki sú versta heldur. Hjá nágrönnum hennar hinum megin við götuna í Póley var glatt á hjalla, gott �??rennerí�?? yfir daginn á �?orláksmessu, sagði Sigrún Arna, þó kvöldið hafi ekki gengið sem skyldi vegna veðurs.
Sömu sögu er að segja af þeim í Flamingo, �?orláksmessan ekki sérlega góð samkvæmt Gunnhildi en heilt yfir var hún mjög sátt. Gréta í Eyjavík tók í svipaðan streng og Bertha og segir það hafa verið rólegra hjá sér en árið áður.
Hjónin Bergey og Magnús í Axel�? kvörtuðu ekki yfir sinni jólatörn og sögðu litla breytingu vera milli ára. �?að sama var uppi á teningnum hjá �?tgerðinni þó salan hafi verið eilítið dræmari en árið áður. Litla skvísubúðin átti góðu gengi að fagna og sagðist Sigrún Alda vera með vaxandi fyrirtæki í höndunum. Linda í Smart var jafnframt mjög ánægð, ekki bara með jólin heldur árið í heild sinni.
Gott í matvörunni
Hljóðið var gott í bæði Krónunni og Bónus þegar Eyjafréttir ræddu við innanbúðarmenn beggja verslana. Báðir voru þeir sammála um að kalkúnabringan, heill kalkúnn, hangikjöt og hamborgarhryggur hafi verið vinsælasti maturinn yfir jólin en Kristinn Elí, verslunarstjóri Bónuss sagði mikla eftirspurn eftir nautalund hafa komið sér á óvart.
Til samanburðar við árið 2015 sagði Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson að svipuð sala og hlutfall hafi verið milli vörutegunda í Krónunni. Á báðum stöðum nutu svo óhefðbundnir kostir á borð við hnetusteik lítillar hylli meðal Vestmannaeyinga yfir jólin að þessu sinni.
Eftir að hafa þrætt flestar búðir í bænum, settist blaðamaður niður með aðilum frá tveimur ólíkum stöðum, annars vegar Erlu Halldórsdóttur, verslunarstjóra Eymundsson, og hins vegar Sif Sigtryggsdóttur og Vilborgu Stefánsdóttur, starfsmönnum Geisla.
Eymundsson
�??Heilt yfir var desember ekki sá besti hjá mér og �?orláksmessan frekar slöpp enda brjálað veður og fólk treysti sér ekki út. Kvöldopnunin 22. desember kom mjög vel út hjá mér og bjargaði heilmiklu,�?? segir Erla um jólavertíðna hjá sér.
Samkvæmt Erlu var jólaverslunin þegar byrjuð í nóvember enda fyrsti í aðventu snemma á ferðinni. Jafnframt segir hún svartan föstudag að bandarískri fyrirmynd hafa verið skemmtilega nýung. �??�?að var þvílík stemning í bænum og verður vonandi fastur liður hér eftir,�?? segir Erla sem þegar er byrjuð að huga að næstu jólum. �??Núna er ég farin að hugsa hvað ég get gert betur fyrir næstu jólavertíð til að sem flestir kíki við hjá mér og skoði allavega úrvalið og tilboðin sem eru í desember.�??
Nú er Bónus einnig að selja bækur í beinni samkeppni við Eymundsson. Hafði það einhver áhrif á ykkur? �??�?g var samkeppnishæf á mörgum titlum. Mínir dyggu viðskiptavinir komu og versluðu hjá mér, því að versla bók í bókabúð og í matvöruverslun er bara ekki það sama, það eru margir sem eru með þá tilfinningu,�?? segir Erla og bætir við hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk. �??�?g er þakklát fyrir alla þá sem versla við mig og sérstaklega þeim sem standa við bakið á mér á ársgrundvelli en ég hefði glöð viljað sjá fleiri heimamenn koma fyrir jól.�??
Geisli
�??Mér fannst jólin eiginlega byrja í október�?? segir Sif Sigtryggsdóttir aðspurð út í jólavertíðina. Jafnframt sagði Vilborg að traffíkin hafi dreifst vel í aðdraganda jólanna. �??Tíminn líður hratt þegar mikið er að gera og stemningin var mjög góð. �?g hef í rauninni aldrei fengið svona mikla jólatilfinningu svona snemma áður,�?? bætir Sif við.
Báðar þakka þær góðu veðri fyrir gott gengi en flestir geta verið sammála um að veturinn hafi verið óvenju mildur fram að jólum. �??Veturinn kom í raun ekki fyrr en á jólunum og við nutum góðs af því, fólk var almennt í betra skapi,�?? segja þær Sif og Vilborg.
Einhverjir hafa áhyggjur af því að með tilkomu Landeyjahafnar eigi fólk eftir að klára jólainnkaupin uppi á landi í stað þess að versla við heimabyggð. Hver er ykkar tilfinning fyrir því? �??�?að hefur áhrif, það gerir það. En ef allir ætla að fara og versla uppi á landi þá endar það náttúrulega þannig að það verður engin verslun hérna og ég held að engin vilji það,�?? segir Sif.
�??Mér finnst margir sem komu til okkar hafa talað um það að þó þeir ættu erindi til Reykjavíkur þá vildu þeir klára sem mest hérna og sleppa við þessa brjáluðu traffík í Reykjavík,�?? bætir Vilborg við og bendir á að viðskiptavinir þeirra sé oft að fá vörur á betri kjörum en gengur og gerist annars staðar. �??Við erum mjög samkeppnishæf og það auðveldar fólki bara að versla hér.�??
Aðspurðar hvað hafi verið vinsælasta varan yfir jólin segja þær að nýtt hjálpartæki í eldhúsinu hafi verið afar vinsælt. �??�?etta er vacumsuðutæki sem hægeldar kjöt, fisk og grænmeti. �?ú pakkar því sem elda á inn, setur það í ílát fullt af vatni og setur tækið ofan í og stillir á kjörhita. Eftir ákveðinn tíma er kjötið orðið lungnamjúkt eins og á Michelin veitingastað. �?etta var svakalega vinsælt og toppaði allt,�?? segir Sif um undratækið Sous Vide.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.