Þörf á fjölgun leikskólarýma
29. júlí, 2023

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými.

Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. Til að mæta þessari stöðu leggur Fræðsluráð Vestmannaeyja til við bæjarráð að komið verði upp leikskólarýmum á Kirkjugerði og þeirri framkvæmd tvískipt í samræmi við þörfina. Ráðið samþykkti að leggja til við bæjarráð að fara í fyrri hluta framkvæmdarinnar þ.e. viðbót um 20 rými.

Í niðurstöðu bæjarráðs tekur ráðið vel í erindið varðandi 20 rými og felur framkvæmdastjóra að fullvinna kostnaðaráætlun við húsnæðið og framkvæmdina og leggja fyrir bæjarráð, segir í fundargerð.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.