Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni.
Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. Liðið var síðast í fallsæti eftir 1. umferðina og situr nú í 7. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki. Þessu er greint frá á vefsíðu ÍBV.
Þar segir einnig að Þorlákur hafi ásamt sínu teymi sýnt knattspyrnuáhugamönnum að mikið býr í leikmannahópi liðsins og séð til þess að liðið haldi sæti sínu í Bestu deildinni í fyrsta skiptið frá árinu 2022.
Knattspyrnuráð hefur verið mjög ánægt með störf Láka á tímabilinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst