Í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar verður þorskafli næsta fiskveiðiárs skorinn niður um 63 þús. tonn eða úr 193 þús. tonnum í 130 þús. tonn. Einnig hefur verið ákveðið að á fiskveiðiárinu 2008-2009 miðist leyfilegur þorskafli við 20% afla úr viðmiðunarstofni þó þannig að tekið verði tillit til sveiflujöfnunar samkvæmt aflareglu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
Leyfilegur heildarafli í þorski verði þó ekki undir 130 þús. tonnum á því fiskveiðiári. Meginniðurstöður Hafrannsóknastofnunarinnar eru þær að stærð veiðistofnsins er nú nálægt sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur. Nýliðun síðustu 6 árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki. �?ví telur stofnunin mikilvægt að veiðihlutfallið verði nú þegar lækkað og að aflamark á komandi árum miðist við 20% af viðmiðunarstofni í stað 25% eins og verið hefur. Vegna bágs ástands uppvaxandi árganga er lagt til að ekki verði að þessu sinni tekið tillit til aflamarks yfirstandandi fiskveiðiárs og að afli næsta fiskveiðiárs verði takmarkaður við 130 þús. tonn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst