Þrettán starfsmenn kvaddir
20. desember, 2024
Sarfsm Kvaddir Vestm Is L
Bæjarstjóri og stjórnendur með þeim sem verið var að kveðja. Ljósmynd/Vestmannaeyjar.is

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja starfsfólki sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Fram kemur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að Íris hafi fært þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum.

Margir þessara starfsmanna höfðu starfað hjá Vestmannaeyjabæ í mörg ár og allir sinnt starfi sínu af alúð.  Þeir eru Friðgeir Þór Þorgeirsson, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Hólmfríður Á. Sigurpálsdóttir, Kristbjörg U. Grettisdóttir, Guðný Jensdóttir, Sigurrós Sigurhansdóttir, Hjördís Steina Traustadóttir, Sigurður Vignir Vignisson, Þuríður Bernódusdóttir, Magnús Þorsteinsson, Sigurður Georgsdóttir, Gunnar Grétarsson og Guðmundur Jóhann Gíslason.

Vestmannaeyjabær þakkar samstarfið á síðastliðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar, segir jafnframt í fréttinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst