Þrettándinn - aukasýning í Eyjabíói mán. kl. 18:00
Þetta einstaka skot af upphafi þrettándagleðinnar tók Sighvatur Jónsson árið 2015 af jólasveinum ganga ofan af Há til móts við Grýlu, Leppalúða, tröll og bæjarbúa við rætur fjallsins. Mynd/SIGVA media

Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Eyjabíói undanfarin þrjú kvöld. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu mán. 30. des. kl. 18.00. Miðasala er í Eyjabíói og hefst kl. 17.15 samdægurs.

 

„Við höfum nýtt tímann til hins ítrasta til að sýna myndina eins oft og hægt er nú um hátíðirnar. Við bætum við sýningu mán. 30. des. kl. 18.00 og vonum að sem flestir geti séð hana. Þá verður myndin sýnd á laugardegi þrettándahelgarinnar, 4. janúar kl. 15.00, og fólk getur pantað miða á þá sýningu nú þegar í Eyjabíói,“ segir Sighvatur Jónsson, einn höfunda myndarinnar.

 

„Við erum mjög þakklát fyrir góða aðsókn,“ segir Geir Reynisson, annar höfunda myndarinnar. „Það er greinilegt að orðið hefur gengið hratt á milli fólks síðustu daga og það er almenn ánægja með myndina sem sýnir Þrettándann í Eyjum eins og fólk hefur aldrei séð hann áður.“

 

Hrefna Díana Viðarsdóttir þjóðfræðingur vann myndina með Sighvati og Geir en hún gerði þjóðfræðiritgerð árið 2012 um þrettándahátíðina í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.