Þriðji leikur hjá stelpunum í dag og rútuferðir í Kaplakrika á morgun
3. maí, 2023

Í dag fer fram þriðji leikur í undanúrslitaeinvígi ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik til þessa, en það þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Klukkan 18:30 verður boðið upp á upphitun fyrir Krókódílana. “Þar verða pizzur og drykkir í boði og við keyrum upp stemninguna. Fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar til sigurs,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Annað sem er helst að frétta í handboltanum að boðið verður upp á rútuferð á fyrsta leikinn í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far. Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Leikurinn er á fimmtudaginn, 4.maí, kl.19:00 í Kaplakrika í Hafnarfriði.

Planið er eftirfarandi í tilkynningu frá ÍBV:
Herjólfur kl.14:30 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni). Farið á Ölhúsið í Hafnarfirði í upphitun og svo í Kaplakrika á leikinn, sem hefst kl.19:00. Þar myndum við alvöru Eyjastemningu og hvetjum peyjana okkar til sigurs!

Herjólfur frá Landeyjum kl.23:15
ATH, börn fædd 2008 og síðar þurfa að vera í fylgd með forráða-/ábyrgðarmanni!
Vinsamlegst fyllið út eftirfarandi form til að skrá ykkur í rútuferðina. Síðasti séns til að skrá sig er kl.19:00 miðvikudaginn 3.maí.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.