Þrír skipverjar í haldi lögreglu
Stefni flutningaskipsins er laskað. Eyjar.net/ÓPF

Rússneskur skipstjóri fraktskipins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska norðvestur af Garðskaga í nótt. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á Vísi að auk skipstjórans séu fyrsti og annar stýrimaður einnig í haldi. Yfirheyrslur fara fram.

Strandveiðibáturinn Hadda HF var að öllum líkindum siglt niður af fraktskipinu Longdawn út af Garðskaga í nótt. Skemmdir eru á strandveiðibátnum eftir perustefni skipsins og augljósar skemmdir eru sjáanlegar á perustefni skipsins. Það var á leið til Evrópu en var vísað til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem lögregla tók á móti því.

https://eyjar.net/stefni-flutningaskipsins-laskad/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.