Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig.
Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stefánsdóttir á 62. Mínútu og tryggði ÍBV stigin þrjú sem eru gott veganesti í leikina tvo sem eftir eru. Breiðablik úti og FH heima í síðustu umferðinni.
Mynd Sigfús Gunnar. Marki fagnað.
Staðan
Breiðablik | 15 | 38:12 | 33 |
Valur | 15 | 32:12 | 33 |
Þróttur R. | 16 | 27:19 | 25 |
FH | 16 | 23:19 | 25 |
Þór/KA | 15 | 21:20 | 22 |
Stjarnan | 15 | 18:17 | 20 |
Tindastóll | 16 | 14:29 | 18 |
ÍBV | 16 | 15:25 | 17 |
Keflavík | 16 | 9:23 | 14 |
Selfoss | 16 | 9:30 | 11 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst