Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum Þjóðhátíð í Eyjum. Ein af þeim er útgáfa Þroskaheftis, þjóðhátíðarheftis Bræðrafélagsins VKB. Er þetta tólfta árið sem heftið er gefið út.
Blaðinu var dreift í gær í öll hús í Vestmannaeyjum og er jafnframt aðgengilegt á vefnum á stafrænu formi. Blaðið er bráðskemmtilegt en ber þó að lesa með réttu hugarfari.
„Þroskahefti er á engan hátt ætlað sem lesefni undir öðrum en broslegum kringumstæðum. Þungbúinn lestur heftisins er með öllu óheimilaður og afsalar Bræðrafélagið VKB sér allri ábyrgð af slíkum lestri. Lestur heftisins er alfarið á ábyrgð lesandans. Heyranlegur lestur heftisins er mjög varasamur, varúð skal höfð í nærveru sálar. Heyrandi lesturs heftisins, svo og lesandinn sjálfur, kunna að hljóta alvarlega áverka, svo sem bros á vör eða kitl hláturtauga, séu sá eða sú ekki undir slíkt búið. Bræðrafélagið
Vinir Ketils Bónda leggur alla ábyrgð í hendur lesanda heftisins. Hafið því varan á,” segir í upphafi ritsins.
Í dag sendi svo ritstjórn Þroskaheftis frá sér tlikynningu um innköllun á heftinu.
„Því miður þá neyðumst við til þess að innkalla 2019 áganginn af heftinu. Pólitíks rétthugsun gleymdist í framleiðsluferlinu.
Við viljum biðja alla sem vilja losa sig við gölluð eintök að stafla þeim upp fyrir framan viftuna í Herjólfsdal. Þar geta þau allavega gert eitthvað gagn og skyggt á þennan óskapnað.” segir í tilkynningunni á Facebooksíðu Þorskaheftis




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.