Davíð og Sigurður eiga óvenju stórar og afkastamiklar vélar í heyskapinn. �?Við erum með níu metra breiðar sláttuvélar og sjálfkeyrandi apparat sem blæs heyinu upp á vagn, síðan er það sett og jafnað saman,�? segir Davíð. Hann segir að þeir sem noti rúllubaggavélar séu um tvisvar til þrisvar sinnum lengur en þeir Túnfangsmenn með sama verk, en slíkar rúlluvélarnar séu hins vegar vissulega ódýrari.
Davíð segir fyrsta slátt hafa gengið lygilega vel, en honum sé að mestu lokið. Í sumar sjá þeir um að heyja á níu jörðum í uppsveitum Árnessýslu og eru búnir með um þriðjung af því verki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst