Á morgun verður haldið áfram með sýningarröðina Vestmannaeyjar í gegnum linsu liðins tíma þar sem sýndar eru lifandi myndir frá Vestmannaeyjum, að mestu teknar á árunum 1950–1970. Myndefnið er afar fjölbreytt, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Að þessu sinni má meðal annars sjá efni frá Þjóðhátíð, úr leikskólum, af listsýningum, frá bryggjulífi, skátastarfi og fleiru.
Vegna mikillar aðsóknar á fyrri sýningar hefur verið bætt við sjónvörpum og eru þau nú orðin þrjú, sem auðveldar gestum að fylgjast með á skjánum.
Kvikmyndirnar eru teknar af Lofti Guðmundssyni, Sveini Ársælssyni, Friðriki Jesson, Guðjóni Ólafssyni, Ósvaldi Knudsen og fleirum. Sem fyrr mun Arnar Sigurmundsson fjalla nánar um myndefnið og leiða umræður.
Sýningin og yfirferðin fara fram á morgun laugardag kl. 11 í Sagnheimum og lýkur um kl. 12, segir í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá klippu með sýnishorni af því sem sýnt verður á morgun.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.