Til fundar við Eldfell – Breyttur leiðsagnartími

Nú eru síðustu forvöð að sjá hina áhugaverðu samsýningu innlendra og erlendra listamanna í Einarsstofu og Sagnheimum í Safnahúsinu, þar sem sýningin verður tekin niður eftir helgi.

Af því tilefni munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna í dag sunnudaginn 22. október kl. 14:30. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp á kaffi og spjall.

Á sýningunni er í fyrsta sinn dregið saman safn verka, bæði nýrra og eldri um Eldfell, eftir um tuttugu íslenska og erlenda listamenn, rithöfunda og fræðimenn sem hafa rannsakað Eldfell.

Sýningin var opnuð 9. september s.l. og hefur fengið góðar viðtökur.

“Við hvetjum alla til að nýta tækifærið og koma og sjá sýninguna, bæði þá sem hafa komið áður sem og hina sem ekki hafa gefið sér tíma til þessa,” segir í tilkynningu frá Sagnheimum.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.