Ég sé að þessi litli pistill minn um ÍBV hefur komið við „kaunin“ á ansi mörgum sem standa ÍBV nærri og biðst ég innilega afsökunar á að hafa vakið þá upp af „Þyrnirósarsvefninum“. Það sem ég var að skrifa er bara það sem allur almenningur í Eyjum er að ræða um. Ég ætla mér ekki þá dul að svara öllum þessu fjaðrafoki sem pistill minn hefur vakið; aðeins örfá orð og síðan er mínum þætti lokið um þessi mál.