Tilkynning frá óbyggðanefnd
IMG 20210727 175022

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins.

Nánari upplýsingar um málsmeðferðina eru á vefsíðu óbyggðanefndar.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.