Klukkan 22.49 barst 112 tilynningu um vélavana bát við Klettsvík. Björgunarbáturinn �?ór fór strax út og náði í tvo unga menn sem voru með gúmmíbát sinn stutt frá Klettshelli. Engin mótor er á bátnum en þeir höfðu róið að Ystakletti og ætluðu í eggjatöku.Björgunarbáturinn sigldi með mennina í land auk gúmmíbátsins. Lögreglan tók á móti mönnunum og ræddi stuttlega við þá, en þeir höfðu engin björgunarbelti meðferðis. Ekki voru eggin mörg sem þeir fengu eða aðeins um fjögur.