Tilkynning vegna afmagnsleysis í Eyjum
22. febrúar, 2022

Um kl. 08:46 í morgun varð rafmagnslaust á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Ástæðan er sú að þrjár línur Landsnets á Suðurlandi eru bilaðar þ.e. Selfosslína 1, Hellulína 1 og Hvolsvallarlína 1. Búið er að staðsetja bilunina á Selfosslínu 1 og gæti hún verið komin í rekstur eftir 1,5 – 2 klukkustundir en enn er verið að leita að bilunum á hinum tveimur og því óljóst hvenær þær komast í rekstur.

Á meðan þetta ástand varir fáum við ekkert rafmagn frá Landsneti og varafl í Eyjum eru um 5 MW sem við eigum og svo vél frá Landsneti með rösklega 1 MW. Forgangsorkunotkun í Eyjum er nú um 11 MW þannig að ekki er unnt að komast hjá skömmtun og samkvæmt almennum verklagsreglum sem um skammtanir raforku gilda þá er á dagvinnutíma leitast við að halda atvinnulífi gangandi eins og kostur er en frá um kl. 17:00 er áhersla lögð á heimilin og þarna á milli þarf líka að taka tillit til rafhitunar.

Komist Selfosslína 1 í rekstur fljótlega ætti að vera unnt að fullnægja þörfinni fyrir forgangsorku í meginatriðum, komi ekki upp frekari bilanir.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf.




Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.