Tilkynning vegna tónleika - Átt þú kannski ekki miða eins og þú heldur?

Kæru ÍBV-arar. Nú styttist óðum í Febrúartónleika ÍBV en þeir verða nk. laugardag. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast 20.30.

Er þetta þriðja tilraunin til að halda tónleika með þeim bræðrum og kann að vera að einhver hafi áður keypt miða sem nú hafa verið endurgreiddir. Þann 4. jan fengu allir sem höfðu keypt miða á Desembertónleika ÍBV tölvupóst frá Tix þar sem tilkynnt var að miðar yrðu endurgreiddir. Þeir voru síðan endurgreiddir daginn eftir, eða 5. jan. Þegar nafni tónleikanna var svo breytt og þeir settir aftur á dagskrá hófst miðasala frá núllpunkti. Svo, það kann að vera að þú haldir að þú eigir miða þó að raunin sé önnur.

En ekkert stress. Nú er miðasala í fullum gangi, 5 dagar í tónleika og um að gera að skella sér Þetta verður sannkölluð veisla!

Til gamans má geta að frítt verður á fjölskyldutónleika kl. 16.00 að deginum til og eru allir velkomnir. Um kvöldið verður svo hækkað í græjunum og sagðar fleiri sögur á milli laga – eins og við viljum hafa það.

Hlökkum til að sjá ykkur og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!

Miðasala hér: https://tix.is/is/event/12647/februartonleikar-ibv/

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.