Tímamót í sögu UMFÍ
Aðild að UMFÍ var samþykkt á ársþingi ÍBV í gær :: Með aðildinni eru öll íþróttafélög landsins í fyrsta sinn komin í raðir UMFÍ
14. maí, 2025
IBV UMFI 2025 Ads
Stjórn ÍBV með þeim Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, formanni UMFÍ, og Valdimari Leó Friðrikssyni, sem var fulltrúi ÍSÍ á þingi ÍBV. Mynd/aðsend.

„Allar hendur voru uppréttar og tillagan var samþykkt samhljóða,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV). Tímamót voru á ársþingi bandalagsins í gær þegar samþykkt var samhljóða umsókn ÍBV um aðild að UMFÍ. Með samþykktinni lýkur vegferð sem hófst fyrir meira en aldarfjórðungi enda eru nú öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum íþróttahéruð landsins, það er héraðssambönd, íþróttabandalög og ungmennasambönd um allt land.

„Þetta eru miklar framfarir fyrir stjórnskipulag íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar, enda eru nú væntingar um aukið samstarf og meiri slagkraft orðnar að veruleika. Íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin er mun kröftugri en áður þegar allt fólk innan íþróttahreyfingarinnar er með,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

Áralangt ferli

Sex ár eru síðan aðildarumsóknir þriggja íþróttabandalaga að UMFÍ voru samþykktar. Það gerðist á sambandsþingi UMFÍ árið 2019 þegar Íþróttabandalag Akraness (ÍA), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) urðu sambandsaðilar UMFÍ. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Við aðild bandalaganna var úthlutun lottóreglna breytt á sama tíma í jafnræðisskyni.

Gunnar Páll segir aðildarumsókn ÍBV að UMFÍ hluta af markvissri vinnu stjórnar bandalagsins síðastliðin þrjú ár, sem miði að því að auka samkennd og sýnileika aðildarfélaganna og styrkja sambandið með samstarfi.

„Hér í Eyjum eru allir spenntir fyrir samstarfinu. Það gekk einfaldlega ekki upp að standa utan við hreyfinguna og því sóttum við um aðild,“ segir hann og horfir til þess að ÍBV og aðildarfélögin hafi möguleika á því að styrkja í kjölfarið og sækja betur fram á víðum grundvelli, svo sem með bættum stuðningi, fræðslu og aðgengi að ýmsum þáttum.

Gunnar Páll er borinn og barnfæddur á Flateyri við Önundarfjörð og þekkir hann vel til ungmennafélagshreyfingarinnar: „Á Flateyri var rík ungmennafélagsstemning. Ungmennafélagsandinn felst einmitt í því að vera með og taka þátt og það er undirtóninn í allri okkar vinnu,“ segir hann.

Um UMFÍ og ÍBV

Með aðild ÍBV eru öll 25 íþróttahéruð orðnir sambandsaðilar og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land. Fyrir þingið voru aðildarfélög ÍBV tólf talsins. Tvö bættust við á þinginu. Fyrir voru félögin ÍBV íþróttafélag, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Sundfélag ÍBV, Fimleikafélagið Rán, Íþróttafélagið Ægir, Badmintonfélag Vestmannaeyja, Blakfélag ÍBV, Karatefélag Vestmannaeyja, Körfuknattleiksfélag ÍBV, Framherjar, Smástund og Skotfélag Vestmannaeyja. Þau sem bættust við eru Pílufélag Vestmannaeyja og Handboltafélag Heimaeyjar (HBH).
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst