Í tilefni Dags tónlistarskólanna 2017 var Tónlistarskóli Vestmannaeyja með opið hús laugardaginn 25. febrúar sl. �?ar gafst áhugasömum tækifæri á að heimsækja skólann, ræða við kennarana og að sjálfsögðu prófa hljóðfæri.
Ýmsir tónleikar voru í boði þar sem m.a. var spilað á fiðlur og önnur strengjahljóðfæri á miðjum ganginum á efstu hæðinni við góðar undirtektir viðstaddra. Eins og góðum viðburði eins og þessum sæmir, þá voru léttar veitingar í boði fyrir gesti gangandi sem almennt voru hæst ánægðir með framtak skólans og ekki síst þau allra yngstu.