Toppliðin mætast í kvöld
Eyja 3L2A0803
Birna Berg Har­alds­dótt­ir var marka­hæst í dag. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Kvennalið ÍBV hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið sína tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/Þór fyrir norðan og svo Haukastúlkur á heimavelli. Liðið situr á toppi Olísdeildarinnar með fullt hús stiga ásamt Valsstúlkum. En þessi tvö lið mætast í toppslag á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á handboltarás Símans.

Eins og síðustu ár eru það þeir Sigurður Bragason og Hilmar Ágúst Björnsson sem stýra liðinu. Sigurður segir markmið vetrarins ekki vera neitt leyndarmál. „Markmiðin eru í raun þau sömu og í fyrra. Það er að vera vel gjaldgeng í toppbaráttunni og berjast um alla titlana sem eru í boði.“ Við ræddum við Sigga um liðið og tímabilið í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift verður á fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.