ÍBV tekur á móti KR í toppslag Pepsídeildarinnar í dag klukkan 17:00 þegar 4. umferðin hefst. Mikil stemmning hefur verið á Hásteinsvelli í fyrstu tveimur heimaleikjum ÍBV, yfir eitt þúsund manns hafa mæt á völlinn og má búast við öðru eins í dag, enda leikir liðanna ávallt skemmtilegir. Bæði lið hafa farið mjög vel af stað í Íslandsmótinu, eru bæði taplaus en KR er á toppnum með fullt hús stiga eða 9 stig eftir þrjá leiki á meðan ÍBV er í öðru sæti með 7 stig.