Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur verður haldin laugardaginn 9. júlí næskomandi á Hvolsvelli. Keppt verður á götuhjólum og verður hægt að velja um þrjár vegalengdir, frá Reykjavík að Hvolsvelli um Þrengslaveg, 110 km, frá Selfossi að Hvolsvelli, um 48 km og frá Hellu að Hvolsvelli, um 14 km. Keppnin er unnin í samráði við lögregluumdæmin og verður keppendum fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum til að tryggja öryggi þeirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.