Trölli sem stal jólunum eða Grinch eins og margir þekkja hann fór á stjá í Vestmanna- eyjum rétt fyrir jólin. Grinch stal heldur betur senunni og voru börn sem og fullorðnir ánægð með að sjá hann hvert sem hann fór, þó stundum hafi nokkur hræðsla gert vart við sig enda óútreiknanlegur. Grinch kvaddi svo Eyjamenn á þrettándanum líkt og aðrar kynjaverur. Ármann Halldór Jensson er maðurinn á bak við grímuna. Hann lét heldur betur gott af sér leiða og gaf 670 þúsund krónur til Barnaspítala Hringsins rétt fyrir jólin, sem er peningur sem Grinch safnaði með því að gleðja Eyjamenn.
![]()
Fullt nafn: Ármann Halldór Jensson
Fjölskylda: Eiginkona Þórunn Ingólfsdóttir og prinsessan Mó[1]eiður Úna.
Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Reyndi Hafnarfjörð þrisvar en endaði alltaf heima aftur.
Mottó: Ekki taka lífinu of alvar[1]lega, þú sleppur hvort sem er aldrei frá því lifandi.
Síðasta hámhorfið: Reacher mæli með!
Uppáhalds hlaðvarp? Morðskúrinn.
Uppáhalds kvikmynd? Ég verð að segja Eurotrip!
Aðaláhugamál: Fjallahjólreiðar eru númer 1.2.3!
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Andskotans nikótínpúðarnir.
Hvað óttast þú mest: Ætli það sé ekki höfnun og ástvina missir.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gott Country litar lífið.
Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Vertu ávallt þú sjálfur, sama hvað!
Hvað er velgengni fyrir þér: Að hafa tækifærið til þess eins að brosa og fá fleiri til þess að brosa. Velgengni snýst ekki bara um peninga og glamúr!
Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár? Forseti bæjarstjórnar 100%.
Hvernig datt þér í hug að panta þér Grinch búning? Ég sá youtube myndband og varð heltekinn.
Er búið að vera mikið að gera? Fram úr mínum björtustu vonum. Að fá að hræða og gleðja á sama tíma er verðlaust fyrirbæri.
Hvernig kom þessi peningagjöf til Barnaspítalans til? Mig langaði að fleiri en bara ég fengi að finna gleðina við það að setja grímuna á hausinn og gefa af sér. Það var stórkostlegt að fyrirtæki og einstaklingar vildu taka þátt, 670 þúsund krónur söfnuðust!
Er Grinch kominn til að vera? Ég verð að segja já þó svo að konan vilji að það taki einhver annar við keflinu! Ég kem 100% aftur.
Eitthvað að lokum? Verum góð hvort við annað, ástin er svo mikið skemmtilegri en gremja og pirringur.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.