Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlu
27. maí, 2021
Vilhjálmur Árnason, þingmaður

Í lok ársins 2019 var samþykkt í ríkisstjórn tillaga heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur um tveggja ára tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu. Með þyrlunni á að veita bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti. Bráðaþjónusta á borð við fæðinga- og skurðþjónustu hefur illu heilli verið skert víðsvegar um landsbyggðina og þörfin á eflingu sjúkraflutninga því rík. Sjúkraflutningum í dreifbýli er í dag að mestu sinnt með sjúkrabílum og að nokkru leyti með sjúkraflugvél og björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar.

Covid setti strik í reikninginn
Vegna áhrifa Covid var tekin ákvörðun á síðasta ári í ríkisstjórn um að ekkert fjármagn yrði sett í ný verkefni og því hefur verkefninu enn ekki verið tryggt fjármagn. Á sama tíma fækkaði erlendum ferðamönnum verulega, en gert var ráð fyrir þeim sem hluta af fjármögnun verkefnisins. Nú sér fyrir endann á takmörkunum vegna Covid faraldursins, efnahagsleg áhrif hans á ríkissjóð munu dvína og erlendum ferðamönnum hefur strax tekið að fjölga á landinu. Nú er því lag að reka smiðshöggið á sjúkraþyrluverkefnið.

Mun beita mér áfram fyrir verkefninu
Sjúkraþyrluverkefnið hefur verið mér hjartfólgið í mörg ár og hef ég átt í árangursríku kynningarstarfi og samtali við hagsmunaaðila á borð við sjúkraflutningamenn, yfirlækni bráðaþjónustu utan spítala, heilbrigðisráðherra, fulltrúa Landhelgisgæslunnar, kjörna fulltrúa sem glímt hafa við skerðingu á heilbrigðisþjónustu í heimabyggð o.fl. Sú þverfaglega vinna hefur borið þann ávöxt að verkefnið er komið á koppinn, en næsta skref er að tryggja að verkefnið verði ofarlega á blaði í næstu fjármálaáætlun ríkisins. Því mun ég beita mér af öllum krafti fyrir enda mikið hagsmunamál fyrir Suðurkjördæmi og landið allt.

Ykkar þingmaður,
Vilhjálmur Árnason,
frambjóðandi í 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.