Það verður líklega seint sagt að Tryggvi Guðmundsson minnist með hlýjum hug til þess þegar hann sneri aftur á heimavöll FH í gær, sunnudag en Tryggvi lék með Hafnfirðinum um árabil og m.a. tók þátt í mestu velgengni félagsins á fótboltavellinum frá upphafi. Móttökurnar voru allt annað en góðar því leikmenn FH-inga tóku hressilega á kappanum, svo hressilega að flytja varð Tryggva á slysavarðstofuna eftir aðeins um 17 mínútna leik.