Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum fór fram í Hveragerði um helgina. Þar mættu til leiks 60 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi.
Þar kepptu tvær Eyjameyjar fyrir Íslands hönd. Hrund Scheving keppti í -69 flokki, hún snaraði 70 kg og jafnhenti 95 kg. Samanlagt tók hún þar með 165 kg og hafnaði í 5. sæti.
Í -75 kg flokki keppti svo Rakel Hlynsdóttir. Hún snaraði 74 kg og jafnhenti 94 kg, og tók þar með 168 kg samanlagt. Hún hafnaði sömuleiðis í 5. sæti.
Flottir fulltrúar Íslands og Vestmannaeyja þarna á ferð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst