Björgvin verður viðskiptaráðherra en Árni fjármálaráðherra líkt og í fráfarandi stjórn. �?ví fjölgar ráðherrum í suðurkjördæmi um einn í nýrri ríkisstjórn, en Guðni Ágústsson var eini ráðherrann úr kjördæminu á síðasta kjörtímabili. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvaða hlutverk aðrir þingmenn úr kjördæminu fá við úthlutun nefnda, utan þess að Bjarni Harðarson var kjörinn í varastjórn þingflokks Framsóknar. �?ví má við bæta að ríkisstjórnin hefur fleiri sunnlenskar tengingar þar sem hún var mynduð á hinum forna þingstað á bökkum �?xarár í ofanverðri Árnessýslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst