Tvö verkefni í Eyjum fá styrk úr Matvælasjóði

Svandís Svavarsdótir, matvælaráðherra úthlutaði í dag rúmum 580 milljónum úr Matvælasjóði, en 58 verkefni um allt land fá styrk í ár.

Tvö verkefni í Eyjum,sem bæði tengjast Slippnum, fengu styrk sem hvor um sig nemur þremur milljónum. Styrkirnir eru veittir til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd sem tengist íslenskri matvælaframleiðslu.

Styrkir vöruþróun
Við heyrðum í Gísla Matthíasi, og vorum fyrst til að færa honum fréttirnar af styrkveitingunum. Hann segir að styrkir sem þessir skipti gríðarlega miklu máli í vöruþróun eins og þau stundi hjá Slippnum, sem tekur oft langan tíma í framkvæmd.

Verkefnin sem fengu styrk eru: þorskroðssnakk og hægmeyrnun til fyrir aukin bragðgæði og áferð. Segir Gísli að ákveðin vöruþróun geti nú farið af stað sem muni ef til vill skila sér í neytendapakkningar, en ekki endilega á diskinn á veitingastaðnum.

MATEY framundan
Greinilega mikið af góðum hugmyndum þarna og ekki slæmt að fá slíka lyftistöng nú þegar tæpar þrjár vikur eru í Matarhátíð Vestmannaeyja, en hún verður haldin dagana 8.-10. september næstkomandi. Erlendir gestakokkar mæta á hátíðina og verður að því tilefni boðið upp á sérrétta matseðla á nokkrum veitingastöðum þessa helgi.

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja og FabLab standa að hátíðinni ásamt veitingastöðum og fyritækjum í bænum.

Nánar verður fjallað um Matarhátíðina MATEY í Eyjafréttum sem koma út 7. sept. 

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.