Flugfélagið Ernir hefur sett upp tvö aukaflug til Eyja á morgun föstudag. Fyrra aukaflugið er frá Reykjavík 14:15 og frá Eyjum 15:00. Seinna flugið er 20:15 frá Reykjavík og 21:00 frá Eyjum. Einnig hefur verið bætt við framboð nettilboða til og frá Eyjum á morgun.