Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók á laugardaginn mann á fimmtugsaldri en hann var grunaður um að vera með fíkniefni í fórum sínum. Við leit á manninum fundust um fjögur grömm af maríúana sem hann viðurkenndi að eiga og telst málið upplýst. Í kjölfarið var gerð húsleit þar sem grunur léki á að færi fram sala fíkniefna. Þar fundust fíkniefni, áhöld til neyslu og peningar sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnaviðskipta. Maður á þrítugsaldri viðurkenndi eign efnanna og áætlaða sölu þeirra og telst málið að mestu upplýst.