Nýir eigendur hafa komið bláeygir og lofað staðina sem fyrirtækin standa á, starfsfólkið og bæjarfélögin. Jafnframt hafa þeir boðað að engar breytingar séu fyrirhugaðar í rekstri fyrirtækjanna sem keypt eru!! Já munum Flateyri og aðra þá staði þar sem heimamenn hafa misst forræði yfir kvótanum.
Nú er þessi veruleiki boðaður hér í Eyjum og við stöndum frammi fyrir framhaldi eða falli byggðarinnar. Vítin eru til að varast þau og vil ég hvetja alla Eyjamenn nær og fjær að staldra við, sérstaklega þá sem þeir eiga bréf í Vinnslustöðinni. Halda í þau og standa með Eyjamönnum í baráttunni fyrir framtíð Vestmannaeyja. Ekki síður vil ég hvetja þann fjölda sem ekki hefur náð að eignast hlutabréf í fyrirtækinu að láta í sér heyra og mótmæla þeirri byggðareyðingu sem fyrirhuguð er með sölu bréfanna til �?áhugasamra fjárfesta�?.
Hvort sem okkur líkar stefna fyrirtækisins í dag, launin, mannaforráðin, kvótaleigan eða annað sem við stöndum frammi fyrir vikulega þá er eitt öruggt. Ef fyrirtækið verður selt og þá líkar okkur ekkert af þessu. �?ví þá mun fyrirtækið ekki verða til nema sem kennitala í vasa eitthvers milljarðamærings, og hann mun örugglega ekki verða búsettur í Eyjum. Slaginn um kaup og kjör munum við síðan að óbreyttu taka um næstu áramót, enda eru samningar lausir þá og rétti tíminn til þeirra aðgerða við núverandi eigendur.
Stöndum saman nú, myndum skjaldborg um kjarna atvinnustarfseminnar í Eyjum og hristum óværuna af okkur.
Góðar kveðjur
Arnar Hjaltalín
Formaður Drífanda stéttarfélags
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst