Bæjarráð fjallaði um nýlega bilun í Spenni í Rimakoti. Fyrir liggur að beinn kostnaður vegna þessarar bilunar og seinagangs við viðgerðir er orðinn verulegur og þar við bætist óbeinn kostnaður
,,Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við ráðherra orkumála að látin verða fara fram óháð úttekt á biluninni og úrvinnslu vandans. Sérstaklega verði hugað að því hvort að með fyrirbyggjandi aðgerðum sé hægt að draga úr líkunum á slíkum bilunum og/eða stytta þann tíma sem tekur að koma málum til betri vegar þegar slíkar bilanir verða,” segir í bókun bæjarráðs.