Meðal erinda á fundi bæjarráðs í síðustu viku var tjón á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja sem varð síðasta vetur.
Undirbúningsvinna við nýja lögn (NSL4) stendur yfir og er á áætlun eins og fram kemur í fundargerð. Einnig er í gangi undirbúningsvinna við að festa og bæta NSL3 eins vel og hægt er fyrir næsta vetur.
Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum varðandi sumarverkefni við NSL3 þá er búið að smíða baulur og sökkur og kaupa annað sem þarf til þess að hægt sé að undirbúa lögnina fyrir veturinn.
GELP köfunarþjónusta er að undirbúa sig til að fara í verkefnið en beðið er eftir hagstæðu sjólagi og þá mega straumar ekki vera miklir.
Vatnshópurinn mun funda aftur með fulltrúum innviðaráðuneytis seinni partinn í ágúst vegna NSL4 almannavarnalagnarinnar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst