Nú er dagskrá goslokahátíðarinnar klár og ætti að berast inn á öll heimili í Vestmannaeyjum fyrripartinn í næstu viku. Dagskráin verður jafnframt gerð aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar auk annarra fréttamiðla í Eyjum. Hljómsveitin Dans á rósum hefur samið goslokalag, og ætti það að heyrast á öldum ljósvakans fljótlega.